Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:23 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Tímamót Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Tímamót Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira