Festu heitin í stein við eldgosið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:17 Þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson staðfestu trúlofunarheit sín við eldsstöðvarnar í dag. Prestur var staddur við athöfnina fyrir tilviljun og blessaði parið. Iceland Wedding Planner Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51