Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 16:30 Zvonko Buljan tekur frákasti á undan Collin Anthony Pryor í sigurleik á móti Hetti. Buljan var með 16 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þeim leik. Einu leikirnir sem ÍR hefur unnið með Buljan innanborðs er þegar hann hefur gefið fleiri en fjórar stoðsendingar á félaga sína. Vísir/Vilhelm Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira