Harður heimur CrossFit Open: Varð heimsmeistari í 21.1 en endar í 1557. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 08:31 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var gríðarlega vonsvikin eftir að hún kláraði 21.4 og gerði sér grein fyrir að sá árangur var ekki að fara að skila henni miklu. Instagram/@johannajuliusdottir Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var sú besta í heiminum eftir fyrstu vikuna í opna hluta heimsleikanna í CrossFit en endaði síðan í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Erfiðar og krefjandi æfingar í lokavikunni breyttu miklu fyrir íslensku spútnikstjörnuna í The Open í ár. Allar æfingar í opna hluta heimsleikanna í CrossFit hafa nú skilað sér inn til CrossFit samtakanna og nú á aðeins eftir að staðfesta endanlega úrslitin. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir voru efstar af Íslendingum í Open í ár en þau sem voru efst íslensku keppendanna eftir tvær fyrstu vikurnar féllu aftur á móti niður um mörg sæti. Þriðji hluti CrossFit Open 2021 var ekki ein æfing heldur tvær. Keppendur áttu að taka æfingu 21.3 og svo æfingu 21.4 strax á eftir. Þetta bauð upp á miklar sviptingar í lokavikunni. Það varð líka raunin. Björgvin Karl Guðmundsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir voru bæði ofarlega eftir 21.1 og 21.2 en féllu niður listann eftir 21.3. og 21.4. Björgvin Karl er áfram efstur íslenskra karla en fall Jóhönnu Júlíu var gríðarlegt í síðustu vikunni. Jóhanna Júlía varð heimsmeistari í 21.1 og var í áttunda sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Hún endar í 1557. sæti og féll því niður um 1549 sæti í lokavikunni. Jóhanna Júlía var með 826. besta árangurinn í 21.3 á heimsvísu en í 21.4 endaði hún í 10.944. sæti. Þetta þýðir ekki aðeins að Jóhanna Júlía datt niður úr hópi þeirra bestu heldur endaði hún bara í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Jóhanna Júlía tjáði sig um vonbrigðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Þarna kemur meðal annars fram að hún hafi ekki getað lyft þungu í marga mánuði þar sem hún hefur verið slæm í bakinu. „Þegar þessi æfing var opinberuð þá vissi ég að þetta yrði mín stærsta áskorun. Ég veit að ég er ekki ein af sterkustu stelpunum og verð það líklega aldrei. Ég veit um leið að ég hef aðra styrkleika sem vonandi geta unnið upp veikleika mína,“ skrifaði Jóhanna Júlía á Instagram. „Þessi lokastaða eru engin endalok fyrir mig. Ég þarf bara að vera með hökuna uppi og halda áfram að vinna með jákvæðni og af ákveðni. Það er einmitt það sem ég ætla að gera,“ skrifaði Jóhanna Júlía. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórtánda sæti á heimsvísu og efst íslensku stelpnanna. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 29. sæti og Anníe Mist Þórisdóttir varð í 118. sæti. Fjórða af íslensku stelpunum varð Sólveig Sigurðardóttir og Hallgerður María Friðriksdóttir varð síðan í fimmta sætinu með Íslendinga. Björgvin Karl náði bestum árangri íslensku karlanna en í lokavikunni fór hann samt úr sjötta sætinu niður í 73. sæti eftir æfingarnar tvær í lokavikunni. Annar Íslendinganna var Haraldur Holgeirsson sem endaði í 85. sæti á heimsvísu og þriðji varð síðan Sigurður Jónsson sem varð í 152. sæti í heildarkeppninni. Þröstur Ólason varð fjórði hæstur íslensku strákanna og Fannar Hafsteinsson varð síðan fimmti. Ástralinn Tia-Clair Toomey-Orr vann The Open hjá konunum þar sem hin sautján ára Emma Cary varð önnur og Kara Saunders tók síðan þriðja sætið. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler vann The Open hjá körlunum en Scott Panchik varð annar og Travis Mead þriðji. Besti árangur íslensku stelpnanna er hér. Besti árangur íslensku strákanna er hér. CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Allar æfingar í opna hluta heimsleikanna í CrossFit hafa nú skilað sér inn til CrossFit samtakanna og nú á aðeins eftir að staðfesta endanlega úrslitin. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir voru efstar af Íslendingum í Open í ár en þau sem voru efst íslensku keppendanna eftir tvær fyrstu vikurnar féllu aftur á móti niður um mörg sæti. Þriðji hluti CrossFit Open 2021 var ekki ein æfing heldur tvær. Keppendur áttu að taka æfingu 21.3 og svo æfingu 21.4 strax á eftir. Þetta bauð upp á miklar sviptingar í lokavikunni. Það varð líka raunin. Björgvin Karl Guðmundsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir voru bæði ofarlega eftir 21.1 og 21.2 en féllu niður listann eftir 21.3. og 21.4. Björgvin Karl er áfram efstur íslenskra karla en fall Jóhönnu Júlíu var gríðarlegt í síðustu vikunni. Jóhanna Júlía varð heimsmeistari í 21.1 og var í áttunda sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Hún endar í 1557. sæti og féll því niður um 1549 sæti í lokavikunni. Jóhanna Júlía var með 826. besta árangurinn í 21.3 á heimsvísu en í 21.4 endaði hún í 10.944. sæti. Þetta þýðir ekki aðeins að Jóhanna Júlía datt niður úr hópi þeirra bestu heldur endaði hún bara í tuttugasta sæti meðal íslensku stelpnanna. Jóhanna Júlía tjáði sig um vonbrigðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Þarna kemur meðal annars fram að hún hafi ekki getað lyft þungu í marga mánuði þar sem hún hefur verið slæm í bakinu. „Þegar þessi æfing var opinberuð þá vissi ég að þetta yrði mín stærsta áskorun. Ég veit að ég er ekki ein af sterkustu stelpunum og verð það líklega aldrei. Ég veit um leið að ég hef aðra styrkleika sem vonandi geta unnið upp veikleika mína,“ skrifaði Jóhanna Júlía á Instagram. „Þessi lokastaða eru engin endalok fyrir mig. Ég þarf bara að vera með hökuna uppi og halda áfram að vinna með jákvæðni og af ákveðni. Það er einmitt það sem ég ætla að gera,“ skrifaði Jóhanna Júlía. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórtánda sæti á heimsvísu og efst íslensku stelpnanna. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 29. sæti og Anníe Mist Þórisdóttir varð í 118. sæti. Fjórða af íslensku stelpunum varð Sólveig Sigurðardóttir og Hallgerður María Friðriksdóttir varð síðan í fimmta sætinu með Íslendinga. Björgvin Karl náði bestum árangri íslensku karlanna en í lokavikunni fór hann samt úr sjötta sætinu niður í 73. sæti eftir æfingarnar tvær í lokavikunni. Annar Íslendinganna var Haraldur Holgeirsson sem endaði í 85. sæti á heimsvísu og þriðji varð síðan Sigurður Jónsson sem varð í 152. sæti í heildarkeppninni. Þröstur Ólason varð fjórði hæstur íslensku strákanna og Fannar Hafsteinsson varð síðan fimmti. Ástralinn Tia-Clair Toomey-Orr vann The Open hjá konunum þar sem hin sautján ára Emma Cary varð önnur og Kara Saunders tók síðan þriðja sætið. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler vann The Open hjá körlunum en Scott Panchik varð annar og Travis Mead þriðji. Besti árangur íslensku stelpnanna er hér. Besti árangur íslensku strákanna er hér.
CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira