Samgöngur fyrir alla eða suma Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2021 07:31 Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun