Meistararnir fá ekki keppnisleyfi og gamla lið Eiðs Smára græðir á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:41 Þessir stuðningsmenn Shijiazhuang Ever Bright F.C. tóku vel á móti Eiði Smára Guðjohnsen á flugvellinum þegar hann kom til Kína á sínum tíma. Getty/Visual China Group Jiangsu FC mun ekki verja titil sinn í kínversku ofurdeildinni því félagið er ekki á listanum yfir lið sem fengu keppnisleyfi fyrir komandi tímabili. Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum. Fótbolti Kína Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum.
Fótbolti Kína Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira