NBA dagsins: Refurinn skaut nýbólusetta Warriors leikmenn á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 15:01 De'Aaron Fox er frábær leikmaður og virðist vera hér hreinlega vera að stríða aðeins Kent Bazemore hjá Golden State Warriors í leiknum í nótt. AP/Randall Benton De'Aaron Fox er á góðri leið að komast í hóp stórstjarna NBA-deildarinnar eftir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Hann hefur aldrei skorað meira í einum leik en á móti Golden State Warriors í nótt. De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021) NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021)
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins