Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:33 Þórólfur Guðnason á leið af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira