NBA dagsins: Harden landaði sigri án Durant og Irving og líka án þessa að hitta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 15:00 James Harden er búinn að taka yfir hjá Brooklyn Nets í fjarveru hinna stórstjarna liðsins. AP/Kathy Willens James Harden hélt uppi leik Brooklyn Nets í fjarveru stórstjarnanna Kevin Durant og Kyrie Irving. Það er óhætt að segja að Nets-liðið sé að breytast í liðið hans Harden. James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins