Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 18:41 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27