ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:10 Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræðir við fjölmiðla fyrir fund utanríkisráðherra sambandsins í Brussel, mánudaginn 22. mars 2021. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins. Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins.
Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15