„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 08:40 Samia Suluhu Hassan á viðburði á þriðjudag, degi áður en hún tilkynnti um andlát Johns Magufuli forseta. Vísir/AP Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu. Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu. Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu.
Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55