Fasteignasalar á hálum ís? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa 19. mars 2021 07:31 Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun