Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 23:13 Pavel Ermolinskij var með tvö stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar í sigri Vals á Tindastóli. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins