Molde úr leik þrátt fyrir sigur á meðan Roma fór örugglega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 20:01 Björn Bergmann í leik kvöldsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem vann Granada 2-1 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Granda vann fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram í 8-liða úrslitin. Þá vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með 5-1. Jesus Vallejo skoraði sjálfsmark fyrir Granda þegar tæpur hálftími var liðinn í kvöld og Molde því aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu er flautað var til hálfleiks. Gamla brýnið Roberto Soldado jafnaði metin fyrir Granada-menn á 72. mínútu og tryggði gestunum frá Spáni þar með farseðilinn í 8-liða úrslit. 4- Soldado scored in the 1st leg for Granada with the Spaniard becoming just the 4th player to score for 4 teams from the same country in UEFA Cup/Europa League history (Osasuna, Valencia and Villareal) after João Pinto, Pierre-Alain Frau and Lazaros Christodoulopoulos. Veteran.— OptaJose (@OptaJose) March 18, 2021 Eirik Hestead skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Molde hefði þurft að vinna 4-1 til að komast áfram þar sem Granada vann fyrri leik liðanna. Lokatölur 2-1 Molde í vil en leikurinn fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi. Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins. Í Úkraínu vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með sannfærandi 5-1. Borja Mayoral kom Roma yfir í upphafi fyrri hálfleiks. Junior Moraes jafnaði metin þegar tæp klukkustund var liðin en Mayoral var aftur á ferðinni áður en leik lauk og tryggði Roma þar með sigur í báðum leikjum. Granada, Roma og Arsenal eru því komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður í þau í hádeginu á morgun. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Jesus Vallejo skoraði sjálfsmark fyrir Granda þegar tæpur hálftími var liðinn í kvöld og Molde því aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu er flautað var til hálfleiks. Gamla brýnið Roberto Soldado jafnaði metin fyrir Granada-menn á 72. mínútu og tryggði gestunum frá Spáni þar með farseðilinn í 8-liða úrslit. 4- Soldado scored in the 1st leg for Granada with the Spaniard becoming just the 4th player to score for 4 teams from the same country in UEFA Cup/Europa League history (Osasuna, Valencia and Villareal) after João Pinto, Pierre-Alain Frau and Lazaros Christodoulopoulos. Veteran.— OptaJose (@OptaJose) March 18, 2021 Eirik Hestead skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Molde hefði þurft að vinna 4-1 til að komast áfram þar sem Granada vann fyrri leik liðanna. Lokatölur 2-1 Molde í vil en leikurinn fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi. Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins. Í Úkraínu vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með sannfærandi 5-1. Borja Mayoral kom Roma yfir í upphafi fyrri hálfleiks. Junior Moraes jafnaði metin þegar tæp klukkustund var liðin en Mayoral var aftur á ferðinni áður en leik lauk og tryggði Roma þar með sigur í báðum leikjum. Granada, Roma og Arsenal eru því komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður í þau í hádeginu á morgun. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira