Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 18. mars 2021 07:31 Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun