Watford upp í annað sætið eftir stórsigur á meðan Brentford missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 21:17 Leikmenn Watford fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Richard Sellers/Getty Images Það voru sviptingar í toppbaráttunni í ensku B-deildinni í kvöld. Brenford henti frá sér tveggja marka forystu gegn Derby County og Watford komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 4-1 útisigur á Rotherham. Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira