Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 19:30 Gunnar og Karen Lind ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu, jafnvel þó þau þurfi að standa vaktina nánast allan sólarhringinn. Vísir/Egill Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira