Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 17:08 Frá uppsetningu leikhússins. Aðsend Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara. Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara.
Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira