Yngsti dómari landsins og hefur aldrei fundið fyrir glerþakinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 10:31 Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára héraðsdómari, sá yngsti á landinu. Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára, kennir við HR, er yngsti dómari landsins og með fjórða barn þeirra hjóna á leiðinni í heiminn. Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dómstólar Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dómstólar Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira