Mikið verk fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 17:47 Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfirði ollu gríðarlegu tjóni. Vísir/Egill Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi. Stöðufundur fór fram í morgun með fulltrúum lögreglu, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sveitarfélagsins Múlaþings, heimastjórnar á Seyðisfirði, Veðurstofu Íslands og fleirum. „Tvær vélar eru notaðar við að móta setþró innan varnargarða ofan við Slippinn. Við Nautaklauf var verið að ganga frá grjóthleðslum í farveginum og ganga frá endum efst á varnargarðinum. Verið er að vinna að undirbúningi aðgerða við vatnsfarveg yfir Fossgötu. Hönnun og undirbúningur er enn í gangi fyrir nýja veituþverun á Búðará, en þar er flækjustigið nokkuð vegna umfangs á lögnum,“ segir í færslunni. Á stöðufundinum í morgun var farið yfir stöðuna í hreinsunarstarfi og önnur gögn á borð við bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort. Að undanförnu hefur verið unnið að líkansreikningum á skriðum sem hugsanlega gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi og eru þeir reikningar á lokastigi. Þá hafa verið fest kaup á sex sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þrjár sem fyrir voru. „Þegar þeim hefur verið komið upp verður staðan betri fyrir vöktun á meðan úrkoma gengur yfir og mælingar með alstöð verða torveldari sökum lélegs skyggnis. Einnig er unnið að því að streyma gögnum fyrir vaktina á eina síðu þar sem vaktin getur fylgst með öllum mælitækjum á einum stað. Unnið er að hönnun og útgáfu á skiltum til dreifingar á Seyðisfirði með ráðum til íbúa um það hvað hafa skuli í huga komi til rýmingar. Þá er rýmingarkort í vinnslu,“ segir ennfremur í færslunni. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Stöðufundur fór fram í morgun með fulltrúum lögreglu, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sveitarfélagsins Múlaþings, heimastjórnar á Seyðisfirði, Veðurstofu Íslands og fleirum. „Tvær vélar eru notaðar við að móta setþró innan varnargarða ofan við Slippinn. Við Nautaklauf var verið að ganga frá grjóthleðslum í farveginum og ganga frá endum efst á varnargarðinum. Verið er að vinna að undirbúningi aðgerða við vatnsfarveg yfir Fossgötu. Hönnun og undirbúningur er enn í gangi fyrir nýja veituþverun á Búðará, en þar er flækjustigið nokkuð vegna umfangs á lögnum,“ segir í færslunni. Á stöðufundinum í morgun var farið yfir stöðuna í hreinsunarstarfi og önnur gögn á borð við bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort. Að undanförnu hefur verið unnið að líkansreikningum á skriðum sem hugsanlega gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi og eru þeir reikningar á lokastigi. Þá hafa verið fest kaup á sex sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þrjár sem fyrir voru. „Þegar þeim hefur verið komið upp verður staðan betri fyrir vöktun á meðan úrkoma gengur yfir og mælingar með alstöð verða torveldari sökum lélegs skyggnis. Einnig er unnið að því að streyma gögnum fyrir vaktina á eina síðu þar sem vaktin getur fylgst með öllum mælitækjum á einum stað. Unnið er að hönnun og útgáfu á skiltum til dreifingar á Seyðisfirði með ráðum til íbúa um það hvað hafa skuli í huga komi til rýmingar. Þá er rýmingarkort í vinnslu,“ segir ennfremur í færslunni.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira