Eftiráskýringar Ragnars Þórs í aðdraganda formannskjörs í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 22:30 Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar