Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:33 Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04