Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 14:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér einum af mörgum sigrum á sínum ferli. Vísir/Daníel Þór Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira