„Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:41 Hertogahjónin af Sussex settust niður með vinkonu sinni Opruh Winfrey á dögunum fyrir viðtal sem sýnt verður á CBS-sjónvarpsstöðinni eftir tæpa viku. Sjónvarpsstöðin CBS hefur bæði birt stiklu og myndbrot úr viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni þann 7. mars. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira