Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 12:31 Keppni í Pepsi Max-deild karla verður með sama sniði í sumar og síðustu 13 tímabil en hlutirnir gætu breyst fyrir tímabilið 2022. vísir/bára Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. Fylkir, Fram, ÍA og stjórn KSÍ sendu öll inn mismunandi tillögur um breytingar á deildinni, sem taka ættu gildi vorið 2022, sem hægt er að lesa um á vef KSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis úr herbúðum Fylkis og ÍA munu félögin draga tillögur sínar til baka. Skagamenn styðja eftir því sem næst verður komist tillögu Fram en afstaða Fylkis liggur ekki fyrir. Framarar verða með stjórnarfund annað kvöld, innan við sólarhring fyrir þing KSÍ, þar sem þeir taka ákvörðun um framhaldið. Falli þeir frá sinni hugmynd, um 14 liða efstu deild, gæti því tillaga stjórnar KSÍ staðið ein eftir. Allir virðast sammála um þá hugmynd að fjölga leikjum í efstu deild karla, meðal annars með það að markmiði að auka tekjur félaganna. Hins vegar virðist alls kostar óvíst að um eina hugmynd náist nægilega mikil sátt en 2/3 hluta atkvæða þarf á þinginu til að tillaga um breytingar verði samþykkt. Í stuttu máli snýst tillaga stjórnar KSÍ, sem byggir á vinnu starfshóps, um að hafa áfram 12 lið í deildinni en skipta henni í tvennt eftir hinar venjulegu 22 umferðir. Hvert lið fengi þá fimm aukaleiki því efstu sex liðin myndu mætast innbyrðis í úrslitakeppni og neðstu sex liðin sömuleiðis. Tillagan þykir meðal annars henta þar sem að einfalt yrði að fara aftur í fyrra form ef hún reyndist ekki skila árangri, og sumir telja að hún geri deildina að enn söluvænlegri vöru, félögunum öllum til góða. Aðrir benda á að hún geti ýtt undir ójöfnuð og þjónað hagsmunum best stöddu félaganna best. Níu félög í efstu deild styðja tillögu stjórnar KSÍ Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, sjá nú í fyrsta sinn um sölu sjónvarpsréttinda. Þeim er í mun að úr því fáist skorið á þinginu á laugardag hvaða vöru þau hafi í höndunum, og að hún sé sem söluvænlegust. ÍTF fundaði fyrir nokkru síðan með félögunum í efstu tveimur deildum karla til að kanna hug manna varðandi breytingatillögurnar. Þar munu níu félög í efstu deild hafa lýst yfir áhuga á að styðja tillögu stjórnar KSÍ en þrjú ekki. Það var áður en að ÍA og Fylkir ákváðu að draga sínar tillögur til baka. Í næstefstu deild virtust 2-3 félög sátt við tillögu stjórnar KSÍ en önnur voru áhugasamari um tillögu Fram um 14 liða deild. Afstaða félaganna í 2., 3. og 4. deild liggur ekki fyrir. Viðmælendum Vísis þykir þó ljóst að freistandi sé fyrir þau lið sem ekki tilheyra efstu deild að samþykkja tillögu um fjölgun liða, svo að auðveldara verði að vinna sér sæti í deild þeirra bestu. Félögin með fleiri atkvæði eftir því sem þau eru ofar Verði tillögur stjórnar KSÍ og Fram báðar lagðar fram er því útlit fyrir jafna kosningu og spurning hvort nokkur breyting verði, þar sem að 2/3 hluta atkvæða þarf til að tillaga sé samþykkt. Hafa ber í huga að félögin í efstu deild hafa mest vægi í kosningunni. Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði og eiga félög í efstu deildum karla og/eða kvenna á komandi leiktíð fjóra fulltrúa á þinginu. Félög í 1. deild karla og/eða kvenna eiga 3 fulltrúa. Félög í 2. deild karla eiga 2 fulltrúa. Önnur félög eiga 1 fulltrúa, að því gefnu að þau hafi leikið fimm leiktíðir samfleytt. Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Fylkir, Fram, ÍA og stjórn KSÍ sendu öll inn mismunandi tillögur um breytingar á deildinni, sem taka ættu gildi vorið 2022, sem hægt er að lesa um á vef KSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis úr herbúðum Fylkis og ÍA munu félögin draga tillögur sínar til baka. Skagamenn styðja eftir því sem næst verður komist tillögu Fram en afstaða Fylkis liggur ekki fyrir. Framarar verða með stjórnarfund annað kvöld, innan við sólarhring fyrir þing KSÍ, þar sem þeir taka ákvörðun um framhaldið. Falli þeir frá sinni hugmynd, um 14 liða efstu deild, gæti því tillaga stjórnar KSÍ staðið ein eftir. Allir virðast sammála um þá hugmynd að fjölga leikjum í efstu deild karla, meðal annars með það að markmiði að auka tekjur félaganna. Hins vegar virðist alls kostar óvíst að um eina hugmynd náist nægilega mikil sátt en 2/3 hluta atkvæða þarf á þinginu til að tillaga um breytingar verði samþykkt. Í stuttu máli snýst tillaga stjórnar KSÍ, sem byggir á vinnu starfshóps, um að hafa áfram 12 lið í deildinni en skipta henni í tvennt eftir hinar venjulegu 22 umferðir. Hvert lið fengi þá fimm aukaleiki því efstu sex liðin myndu mætast innbyrðis í úrslitakeppni og neðstu sex liðin sömuleiðis. Tillagan þykir meðal annars henta þar sem að einfalt yrði að fara aftur í fyrra form ef hún reyndist ekki skila árangri, og sumir telja að hún geri deildina að enn söluvænlegri vöru, félögunum öllum til góða. Aðrir benda á að hún geti ýtt undir ójöfnuð og þjónað hagsmunum best stöddu félaganna best. Níu félög í efstu deild styðja tillögu stjórnar KSÍ Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, sjá nú í fyrsta sinn um sölu sjónvarpsréttinda. Þeim er í mun að úr því fáist skorið á þinginu á laugardag hvaða vöru þau hafi í höndunum, og að hún sé sem söluvænlegust. ÍTF fundaði fyrir nokkru síðan með félögunum í efstu tveimur deildum karla til að kanna hug manna varðandi breytingatillögurnar. Þar munu níu félög í efstu deild hafa lýst yfir áhuga á að styðja tillögu stjórnar KSÍ en þrjú ekki. Það var áður en að ÍA og Fylkir ákváðu að draga sínar tillögur til baka. Í næstefstu deild virtust 2-3 félög sátt við tillögu stjórnar KSÍ en önnur voru áhugasamari um tillögu Fram um 14 liða deild. Afstaða félaganna í 2., 3. og 4. deild liggur ekki fyrir. Viðmælendum Vísis þykir þó ljóst að freistandi sé fyrir þau lið sem ekki tilheyra efstu deild að samþykkja tillögu um fjölgun liða, svo að auðveldara verði að vinna sér sæti í deild þeirra bestu. Félögin með fleiri atkvæði eftir því sem þau eru ofar Verði tillögur stjórnar KSÍ og Fram báðar lagðar fram er því útlit fyrir jafna kosningu og spurning hvort nokkur breyting verði, þar sem að 2/3 hluta atkvæða þarf til að tillaga sé samþykkt. Hafa ber í huga að félögin í efstu deild hafa mest vægi í kosningunni. Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði og eiga félög í efstu deildum karla og/eða kvenna á komandi leiktíð fjóra fulltrúa á þinginu. Félög í 1. deild karla og/eða kvenna eiga 3 fulltrúa. Félög í 2. deild karla eiga 2 fulltrúa. Önnur félög eiga 1 fulltrúa, að því gefnu að þau hafi leikið fimm leiktíðir samfleytt.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn