Kári hamast enn í og hundskammar heimspekinga Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 09:48 Kári virðist njóta þess að hamast í heimspekingunum sem hann segir að hafi ekki hundsvit á bólusteningum. vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir dagljóst að heimspekingar hafi ekki hundsvit á bólusetningum. Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira