Kári hamast enn í og hundskammar heimspekinga Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 09:48 Kári virðist njóta þess að hamast í heimspekingunum sem hann segir að hafi ekki hundsvit á bólusteningum. vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir dagljóst að heimspekingar hafi ekki hundsvit á bólusetningum. Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira