Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu? Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2021 10:00 Hér fagna íslensku strákarnir sigurkörfu Elvars Más Friðrikssonar á móti Lúxemborg en íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlunum með tveimur góðum sigrum í búbblunni í Kósóvó. fiba.basketball Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku. Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst.
Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30
Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51