Demi Lovato var nær dauða en lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 08:32 Demi Lovato kom fram á Billboard-verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Kevin Mazur Bandaríska tónlistar- og leikkonan Demi Lovato segist hafa verið nær dauða en lífi eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Hollywood Fíkn Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum.
Hollywood Fíkn Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira