Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 22:28 Björgvin svekkir sig í kvöld. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld sem endaði með jafntefli. „Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33