Gunnar Steinn hættir hjá Ribe-Esbjerg og fer til Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 15:40 Gunnar Steinn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi 2017. Getty/ Jean Catuffe Íslenski handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir danska félagið Ribe-Esbjerg HH en félagið staðfestir brottför hans á heimasíðu sinni. Gunnar Steinn var með samning fram á sumar en danska félagið segir í fréttinni að Ribe-Esbjerg HH hafi losað hann undan samning svo hann gæti skrifað undir hjá félagi í þýsku Bundesligunni. Gunnar Steinn óskaði því sjálfur eftir því að fá að fara frá danska liðinu en hann hafði fundið sér nýtt félag og það í bestu deild Evrópu. Í fréttinni á heimasíðu Ribe-Esbjerg HH kemur ekki fram um hvaða þýska félag sé að ræða. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er hann búinn að gera samning við þýska liðið FRISCH AUF! Göppingen. Hjá Göppingen spilar íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason en Janus Daði skipti þangað frá danska félaginu Aalborg Håndbold í sumar. Janus Daði er að glíma við meiðsli sem urðu þess valdandi að hann gat ekki klárað HM með íslenska landsliðinu. Gunnar Steinn spilar sömu stöðu og Janus Daði en þeir eru báðir leikstjórnendur. Gunnar Steinn er 33 ára gamall og hefur einnig spilað í Svíþjóð og í Frakklandi á sínum atvinnumannferli. Gunnar Steinn á líka að baki tvö tímabil með þýska liðinu VfL Gummersbach. „Ég sagði bless við Ribe-Esbjerg með kökk í hálsinum. Þetta eru liðsfélagar og vinir mínir og svo allt þetta góða fólk sem vinnur hjá félaginu,“ er meðal annars haft eftir Gunnari Steini í fréttinni á heimasíðu danska félagsins. „Ég og fjölskyldan höfum átti frábæran tíma í Esbjerg og börnin hafa fundið sig vel í skóla, leikskóla og í íþróttunum. Í síðustu viku fékk ég að vita að ég væri ekki inn í framtíðarplönum Ribe-Esbjerg. Á sama tíma fékk ég tilboð um að klára tímabilið í þýsku Bundesligunni. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að hún sé rétt,“ sagði Gunnar Steinn. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Gunnar Steinn var með samning fram á sumar en danska félagið segir í fréttinni að Ribe-Esbjerg HH hafi losað hann undan samning svo hann gæti skrifað undir hjá félagi í þýsku Bundesligunni. Gunnar Steinn óskaði því sjálfur eftir því að fá að fara frá danska liðinu en hann hafði fundið sér nýtt félag og það í bestu deild Evrópu. Í fréttinni á heimasíðu Ribe-Esbjerg HH kemur ekki fram um hvaða þýska félag sé að ræða. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er hann búinn að gera samning við þýska liðið FRISCH AUF! Göppingen. Hjá Göppingen spilar íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason en Janus Daði skipti þangað frá danska félaginu Aalborg Håndbold í sumar. Janus Daði er að glíma við meiðsli sem urðu þess valdandi að hann gat ekki klárað HM með íslenska landsliðinu. Gunnar Steinn spilar sömu stöðu og Janus Daði en þeir eru báðir leikstjórnendur. Gunnar Steinn er 33 ára gamall og hefur einnig spilað í Svíþjóð og í Frakklandi á sínum atvinnumannferli. Gunnar Steinn á líka að baki tvö tímabil með þýska liðinu VfL Gummersbach. „Ég sagði bless við Ribe-Esbjerg með kökk í hálsinum. Þetta eru liðsfélagar og vinir mínir og svo allt þetta góða fólk sem vinnur hjá félaginu,“ er meðal annars haft eftir Gunnari Steini í fréttinni á heimasíðu danska félagsins. „Ég og fjölskyldan höfum átti frábæran tíma í Esbjerg og börnin hafa fundið sig vel í skóla, leikskóla og í íþróttunum. Í síðustu viku fékk ég að vita að ég væri ekki inn í framtíðarplönum Ribe-Esbjerg. Á sama tíma fékk ég tilboð um að klára tímabilið í þýsku Bundesligunni. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að hún sé rétt,“ sagði Gunnar Steinn.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira