Opið bréf til landlæknis Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun