Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 16:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skotist fram á sjónarsviðið í vetur. Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11