Ódýrast að hlaða rafbílinn á nóttunni Tinni Sveinsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Bjarni Bjarnason forstjóri OR settist niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þriðja þætti af Framtíðinni. Bergur Ebbi fjallar um þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu þeirra í þáttunum, sem eru unnir af Orkuveitu Reykjavíkur. Þriðji þáttur kemur út í dag en alls verða þeir fjórir. „Rafmagn á að vera ódýrast á nóttunni og við viljum að rafbílar séu hlaðnir á nóttunni því þá er minnsta álagið í kerfinu og það er lang besta nýtingin í því,“ segir Bjarni. Í þættinum ræða þeir Bergur Ebbi meðal annars um innleiðingu snjallmæla hjá Veitum, eins af dótturfyrirtækjum OR. Klippa: Framtíðin - Bjarni Bjarnason Skipta út 160 þúsund mælum Veitur undirrituðu samninginn í lok síðasta árs og mun innleiðing snjallmælanna hefjast á þessu ári - en skipta þarf út um 160 þúsund mælum. „Þá getum við verið með sífjaraflestur og fylgst nákvæmlega með notkunarmynstri okkar viðskiptavina. Við getum einnig stillt saman verð innan sólarhrings og þannig mælt hvert verðið er á rafmagni á hverjum tíma. Á kvikum markaði, sem er það sem við stefnum að, þá getum við sveiflað verði,“ segir Bjarni. Rafmagnsverð í dag er óháð álagi í kerfinu og er því breytt árlega. Bjarni tekur dæmi um rafmagnsbíl sem er með 100 kw rafgeymi. „Þá segir þú við bílinn þinn að kvöldi að hann skuli fullhlaða sig yfir nóttina ef verðið fer niður fyrir eitthvað ákveðið og ef það hækkar um eitthvað ákveðið skuli hann hætta að hlaða.“ Og Bjarni segir að með þessum hætti megi jafnvel græða peninga á rafmagnsbílnum þegar eigandinn er í fasta svefni. „Því þú stýrir því auðvitað hvernig bíllinn hegðar sér og getur sagt honum að setja allt rafmagn sem hann er með í rafgeyminum inn á kerfið ef verðið er að hækka, en þó ekki það mikið að þú komist til vinnu daginn eftir. Svo þegar þú kemur þangað þá stingurðu auðvitað í samband þar.“ Hér fyrir ofan er styttri útgáfa af þættinum en hægt er að sjá hann í fullri lengd á YouTube-rás Orkuveitunnar. Tækni Vistvænir bílar Orkumál Tengdar fréttir Má segja allt á netinu? Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin. 26. janúar 2021 08:00 „Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent
Bergur Ebbi fjallar um þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu þeirra í þáttunum, sem eru unnir af Orkuveitu Reykjavíkur. Þriðji þáttur kemur út í dag en alls verða þeir fjórir. „Rafmagn á að vera ódýrast á nóttunni og við viljum að rafbílar séu hlaðnir á nóttunni því þá er minnsta álagið í kerfinu og það er lang besta nýtingin í því,“ segir Bjarni. Í þættinum ræða þeir Bergur Ebbi meðal annars um innleiðingu snjallmæla hjá Veitum, eins af dótturfyrirtækjum OR. Klippa: Framtíðin - Bjarni Bjarnason Skipta út 160 þúsund mælum Veitur undirrituðu samninginn í lok síðasta árs og mun innleiðing snjallmælanna hefjast á þessu ári - en skipta þarf út um 160 þúsund mælum. „Þá getum við verið með sífjaraflestur og fylgst nákvæmlega með notkunarmynstri okkar viðskiptavina. Við getum einnig stillt saman verð innan sólarhrings og þannig mælt hvert verðið er á rafmagni á hverjum tíma. Á kvikum markaði, sem er það sem við stefnum að, þá getum við sveiflað verði,“ segir Bjarni. Rafmagnsverð í dag er óháð álagi í kerfinu og er því breytt árlega. Bjarni tekur dæmi um rafmagnsbíl sem er með 100 kw rafgeymi. „Þá segir þú við bílinn þinn að kvöldi að hann skuli fullhlaða sig yfir nóttina ef verðið fer niður fyrir eitthvað ákveðið og ef það hækkar um eitthvað ákveðið skuli hann hætta að hlaða.“ Og Bjarni segir að með þessum hætti megi jafnvel græða peninga á rafmagnsbílnum þegar eigandinn er í fasta svefni. „Því þú stýrir því auðvitað hvernig bíllinn hegðar sér og getur sagt honum að setja allt rafmagn sem hann er með í rafgeyminum inn á kerfið ef verðið er að hækka, en þó ekki það mikið að þú komist til vinnu daginn eftir. Svo þegar þú kemur þangað þá stingurðu auðvitað í samband þar.“ Hér fyrir ofan er styttri útgáfa af þættinum en hægt er að sjá hann í fullri lengd á YouTube-rás Orkuveitunnar.
Tækni Vistvænir bílar Orkumál Tengdar fréttir Má segja allt á netinu? Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin. 26. janúar 2021 08:00 „Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent
Má segja allt á netinu? Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin. 26. janúar 2021 08:00
„Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01