Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:40 Cheng Lei (t.h.) hefur nú verið ákærð fyrir að hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum. Getty/David Fitzgerald Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi. Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi.
Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13