Það er engin skeið Björn Hákon Sveinsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun