Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 11:16 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif, 45 ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019. Katrín leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Hún var einnig í samstarfsnefnd BHM og Ljósmæðrafélags Íslands um endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum frá ársbyrjun 2017-2020. Áhersla á nýja stjórnarskrá Félagsmál hafa verið Katrínu Sif hugleikin og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár, og er þátttakandi í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá sem og í Stjórnarskráfélaginu. „Ég býð mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjördæmi einna best á næsta kjörtímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undanfarin ár bæði á Patreksfirði og á Ísafirði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. „Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerfinu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegnum súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Alþingis til að vinna að góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi.“ „Píratar á Íslandi eru ungt afl sem hefur tekið út mikinn þroska og vöxt á stuttum tíma. Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikilvæga aðlögunarhæfni og lestur í nútímaþarfir samfélagsins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa.“ „Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félagsleg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjónustuþörf í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir.“ „Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Katrín Sif, 45 ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019. Katrín leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Hún var einnig í samstarfsnefnd BHM og Ljósmæðrafélags Íslands um endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum frá ársbyrjun 2017-2020. Áhersla á nýja stjórnarskrá Félagsmál hafa verið Katrínu Sif hugleikin og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár, og er þátttakandi í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá sem og í Stjórnarskráfélaginu. „Ég býð mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjördæmi einna best á næsta kjörtímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undanfarin ár bæði á Patreksfirði og á Ísafirði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. „Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerfinu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegnum súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Alþingis til að vinna að góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi.“ „Píratar á Íslandi eru ungt afl sem hefur tekið út mikinn þroska og vöxt á stuttum tíma. Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikilvæga aðlögunarhæfni og lestur í nútímaþarfir samfélagsins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa.“ „Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félagsleg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjónustuþörf í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir.“ „Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira