Hyggja að stofnun Norðurslóðaseturs kennt við Ólaf Ragnar Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 13:22 Ólafur Ragnar Grímsson gegndi embætti forseta Íslands á árunum 1996 til 2016. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd um undirbúning að stofnun og byggingu Norðurslóðaseturs í Reykjavík sem yrði kennt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytisnu. Áformin séu í samræmi við tillögur Grænlandsnefndar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra en þar sé lagt til að Norðurslóðasetur verði framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle. „En þær gera jafnframt ráð fyrir að náið samstarf verði á milli Norðurslóðasetursins, stjórnvalda, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að stofnun Hringborðs norðurslóða og hefur verið forystumaður þess frá stofnun árið 2013. Hringborð norðurslóða hefur þróast í að verða helsta aflstöð hugmynda um málefni norðurslóða en árleg þing þess eru orðin stærsta stefnumót heimsins um málefni svæðisins. Í Norðurslóðasetri yrði aðstaða fyrir erlenda vísindamenn en jafnframt er gert ráð fyrir að setrið hýsi safn um norðurslóðir. Gert er ráð fyrir að setrið nýti sér liðsinni erlendra stofnana, sjóða og samtaka sem tengjast Hringborði norðurslóða til að styrkja fjárhagslegan grundvöll framkvæmda og reksturs. Í nefndinni munu eiga sæti fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Hringborði norðurslóða. Nefndin á að skila ríkisstjórninni tillögum fyrir 1. apríl nk.,“ segir í tilkynningunni. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Hringborð norðurslóða Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytisnu. Áformin séu í samræmi við tillögur Grænlandsnefndar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra en þar sé lagt til að Norðurslóðasetur verði framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle. „En þær gera jafnframt ráð fyrir að náið samstarf verði á milli Norðurslóðasetursins, stjórnvalda, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að stofnun Hringborðs norðurslóða og hefur verið forystumaður þess frá stofnun árið 2013. Hringborð norðurslóða hefur þróast í að verða helsta aflstöð hugmynda um málefni norðurslóða en árleg þing þess eru orðin stærsta stefnumót heimsins um málefni svæðisins. Í Norðurslóðasetri yrði aðstaða fyrir erlenda vísindamenn en jafnframt er gert ráð fyrir að setrið hýsi safn um norðurslóðir. Gert er ráð fyrir að setrið nýti sér liðsinni erlendra stofnana, sjóða og samtaka sem tengjast Hringborði norðurslóða til að styrkja fjárhagslegan grundvöll framkvæmda og reksturs. Í nefndinni munu eiga sæti fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Hringborði norðurslóða. Nefndin á að skila ríkisstjórninni tillögum fyrir 1. apríl nk.,“ segir í tilkynningunni.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Hringborð norðurslóða Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira