Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 14:31 Hattarmenn geta skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í kvöld. Instagram/@hotturkarfa Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira