Rúnar Alex fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 20:20 Rúnar Alex í leiknum í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Rúnar Alex Rúnarsson skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar í kvöld er hann varð fyrsti íslenski markvörðurinn til að standa í marki liðs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Arsenal tapaði 2-1 gegn Wolves í kvöld. Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00