450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi dagsins. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira