Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Blikar fagna eftir sigurinn á Valskonum á Hlíðarenda í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira