Heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn í ótrúlegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 18:47 Mikkel Hansen er hann var rekinn af velli. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Heimsmeistarar Dana eru komnir í undanúrslitin á HM í Egyptalandi. Þeir unnu heimamenn með herkjum í tvíframlengdum leik, 39-38, en leikurinn bauð upp á nánast allt sem handbolti getur boðið upp á. Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021 HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira