Martin: Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia Basket en þetta er hans fyrsta tímabil á Spáni. Getty/Borja B. Hojas Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er í veglegu viðtali á heimasíðu Euroleague deildarinnar en þar fer hann meðal annars yfir áhrif frænda hans Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira