Mikkel Hansen segist aldrei hafa orðið eins veikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 13:31 Mikkel Hansen hefur ekki verið alveg svona hress síðustu daga. epa/Mohamed Abd El Ghany Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen fékk heiftarlega magakveisu á HM í Egyptalandi og segist líklega aldrei hafa orðið eins veikur á ævinni. Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30
Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03
Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01
Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30
Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56
Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01