„Notaði hana til að reka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Ásdís Rán hefur ekki heyrt í vinkonu sinni í yfir þrjú ár. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, ræðir um samband sitt við Ruja Ignatova sem hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október 2017 í hlaðvarpinu HæHæ með þeim Hjálmari Erni og Helga Jean. Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk
Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira