„Notaði hana til að reka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Ásdís Rán hefur ekki heyrt í vinkonu sinni í yfir þrjú ár. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, ræðir um samband sitt við Ruja Ignatova sem hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október 2017 í hlaðvarpinu HæHæ með þeim Hjálmari Erni og Helga Jean. Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk
Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“