Sjáðu þegar Steinunn blindaðist við þungt högg á auga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 12:16 Steinunn Björnsdóttir er gríðarlega mikilvæg fyrir Framliðið enda ein allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Bára Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir fór strax upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt högg í upphafi leiks Fram um helgina. Hér má sjá atvikið. Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira