Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2021 10:00 Arsenal er handhafi bikarmeistaratitilsins og freistar þess að komast áfram í 16-liða úrslit í hádeginu. Getty/Adam Davy Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina. Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma.
Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira