Messi virtist athuga púls mótherja eftir að hann „sló“ hann niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 09:31 Lionel Messi í leiknum sögulega á milli Barcelona og Athletic Bilbao á sunnudagskvöldið. AP/Miguel Morenatti Lionel Messi fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum á sunnudagskvöldið en eftirtektarsamir fóboltaáhugamenn tóku eftir einu hjá Argentínumanninum. Messi var búinn að spila yfir 750 leiki fyrir Barcelona á ferlinum án þess að fá rautt spjald þegar hann var rekinn af velli í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins á sunnudagskvöldið. Messi á að hættu að fá margra leikja bann fyrir brotið en hann „sló“ þá niður Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao þegar boltinn var víðs fjarri. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins þá virtist Messi gera svolítið sem vakti athygli netverja. Elite levels of sh*thousery from Lionel Messi... After 'punching' his opponent, the Barcelona man at least went to check if he was okay... https://t.co/DvNzCCywzu— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Það leit út fyrir að Lionel Messi væri að athuga hvort allt væri í lagi með Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao en myndirnar að atvikinu sýndu annað. Messi virtist nefnilega athuga púlsinn hjá Asier Villalibre sem lá þarna sárþjáður í grasinu. Messi setti tvo fingur á hálsinn á Villalibre sem er venjan þegar menn mæla hjartsláttinn. Argentínumaðurinn var augljóslega að ýja að því að Asier Villalibre væri þarna að ýkja mjög atvikið. Messi checking that player's pulse to check if he's still alive or it was a real Knock Out pic.twitter.com/6k2ZKKNYbb— Beloved_ (@Rx_Beloved) January 17, 2021 Messi var orðinn mjög pirraður á þessum tímapunkti enda langt liðið á framlenginguna og Barcelona að tapa leiknum. Höggið hans var þó ekki mikið en Villalibre gerði sitt í að tryggja það að fá rauða spjaldið á Messi. Dómarinn skoðaði myndband af atvikinu áður en hann sendi Messi í sturtu. Messi sees red for an off-the-ball swing. pic.twitter.com/PAW8cm95OR— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Messi var búinn að spila yfir 750 leiki fyrir Barcelona á ferlinum án þess að fá rautt spjald þegar hann var rekinn af velli í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins á sunnudagskvöldið. Messi á að hættu að fá margra leikja bann fyrir brotið en hann „sló“ þá niður Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao þegar boltinn var víðs fjarri. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins þá virtist Messi gera svolítið sem vakti athygli netverja. Elite levels of sh*thousery from Lionel Messi... After 'punching' his opponent, the Barcelona man at least went to check if he was okay... https://t.co/DvNzCCywzu— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Það leit út fyrir að Lionel Messi væri að athuga hvort allt væri í lagi með Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao en myndirnar að atvikinu sýndu annað. Messi virtist nefnilega athuga púlsinn hjá Asier Villalibre sem lá þarna sárþjáður í grasinu. Messi setti tvo fingur á hálsinn á Villalibre sem er venjan þegar menn mæla hjartsláttinn. Argentínumaðurinn var augljóslega að ýja að því að Asier Villalibre væri þarna að ýkja mjög atvikið. Messi checking that player's pulse to check if he's still alive or it was a real Knock Out pic.twitter.com/6k2ZKKNYbb— Beloved_ (@Rx_Beloved) January 17, 2021 Messi var orðinn mjög pirraður á þessum tímapunkti enda langt liðið á framlenginguna og Barcelona að tapa leiknum. Höggið hans var þó ekki mikið en Villalibre gerði sitt í að tryggja það að fá rauða spjaldið á Messi. Dómarinn skoðaði myndband af atvikinu áður en hann sendi Messi í sturtu. Messi sees red for an off-the-ball swing. pic.twitter.com/PAW8cm95OR— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira